Fyrirtækjaþrif

Ræsta ræstir á hverjum degi fjöldan allan af fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu.  
Viðskiptavinir Ræstu er stór og smá fyrirtæki og stofnanir. 

 

Ræstigreining

Ræstigreining er ferli þar sem starfsfólk Ræstu kemur og tekur út það rými sem á að ræsta.

Metin er ræstiþörf út frá hagkvæmni og gæðasjónarmiðum.  Þetta þýðir að rýmið er ræst eins oft og þurfa þykir með tiliti til umferðar.  Í kjölfarið er hagstætt tilboð gefið í ræstingarnar kúnnanum að kostnaðarlausu.

Sérverkefni

Ræsta hefur á að skipa öflugri sérverkefnadeild sem ræðst í verkefnin hratt og vel.
Dæmi um sérverkefni sem Ræsta sinnir eru:
Gólfbónun
Sorptunnuhreinsun
Gluggaþvottur
Vegg og loft hreingerningar

Gæðastjórnun

Ræsta vinnur eftir ströngum gæðakröfum. Allt starfsfólk Ræsta fer á námskeið í þrifum og ræstingum og hefur jafnframt hreint sakarvottorð.  Starfsfólk Ræsta veit að verk þeirra eru ekki aðeins tekin út af viðskiptavininum heldur einnig af gæðastjórum Ræstu.  Þú getur því treyst Ræsta fyrir ræstingunum.