Einfaldaðu ræstingar­málin í þínu fyrirtæki

Einföld og frábær þjónusta á góðu verði

Fyrirtækjaþrif

BG Ræsta sér um ræstingar í fyrirtækjum á meðan starfsmenn sinna sínum verkefnum. Sveigjanlega og góð ræstingaþjónusta skiptir máli og vel þjálfað starfsfólk BG Ræsta heldur fyrirtækinu hreinu á öruggan hátt. Notast er við umhverfisvottuð hreinsiefni og bestu vélar og áhöld sem kostur er á. Mikil áhersla er lögð á jákvæðni sem skilar sér svo á endanum í ánægðum viðskiptavinum.

Nánar

Sameignaþrif

BG Ræsta býður húsfélögum upp á hagkvæmar ræstingar á sameignum. Við erum með litla yfirbyggingu og getum þar af leiðandi boðið hagkvæmara verð en gengur og gerist á markaði. BG Ræsta er með mismunandi þjónustuleiðir sem henta öllu gerðum sameigna, stórum sem smáum. Endilega hafið samband við okkur og sjáið hvernig þrif henta ykkur best.

Nánar

Sérþrif

Ræsta starfrækir öfluga sérhreingerningardeild sem tekur að sér öll þrif milli himins og jarðar. Við sjáum um teppahreinsanir, stórhreingerningar, steinteppahreinsanir, gólfbón, gluggaþvott og svona mætti lengi telja. Kynntu þér sérþrifatilboðin okkar og fáðu einfaldari og hagkvæmari þrif.

Nánar

Gæði

Við vinnum samkvæmt ströngum gæðakröfum til að bjóða upp á einfalda og frábæra þjónustu á góðu verði. Allt starfsfólk okkar fer á ræsti- og þrifanámskeið og hefur hreint sakavottorð. Gæðastjórn okkar fylgist svo vel með að öll verk séu fagmannlega unnin og að viðskiptavinurinn sé ánægður með einfaldari og hagkvæmari ræstingar.

Reynsla

Ræsta hefur haldið fyrirtækjum og sameignum hreinum í áraraðir. Við tryggjum hagstætt verð og góða þjónustu með vel þjálfuðu starfsfólki, nýjustu þrifatækni og góðri gæðastjórnun.

Þekking

Ræsta býður upp á ýmiskonar þrif til að geta sem best mætt þörfum allra viðskiptavina. Við tökum út verkið og metum hvernig þrif henta best hverju sinni. Fáðu ræstigreiningu hjá reynslumiklum ráðgjöfum okkar.

Fáðu tilboð

Við gerum verðtilboð í stærri og smærri verk. Sendu okkur línu á raesta@raesta.is, fylltu út tilboðsformið eða hringdu í síma 551-2525

Einföld og frábær þjónusta á góðu verði

Viðskiptavinir

Viðskiptavinir BG Ræsta eru allar tegundir af fyrirtækjum, stofnunum og húsfélögum stórum sem smáum. Ekkert verkefni er of stórt og enginn viðskiptavinur er of smár til að þess að fá gæða hreingerningarþjónustu hjá BG Ræsta. Meðal viðskiptavina BG Ræsta má nefna:

 • Skrifstofur af öllum stærðum og gerðum
 • Húsfélög
 • Opinberar stofnanir
 • Verslanir
 • Hótel og gistiheimili
 • Sendiráð
 • Fasteignasölur
 • Bifreiðaumboð
 • Veitingastaðir
 • Verktakar
 • Einstaklingar

Panta ræstigreiningu

Ræstigreining er ferli þar sem við tökum út rými sem á að ræsta. Út frá hagkvæmni og gæðastjórnun metum við þörfina og getum boðið þér hagstætt tilboð þér að kostnaðarlausu og skuldbindingalaust.