Um BG Ræsta

Við erum alhliða hreingerningarfyrirtæki sem sérhæfir sig í þjónustu við fyrirtæki, stofnanir og húsfélög. Við bjóðum hagkvæmari verð en gengur og gerist hér á landi sökum lítillar yfirbyggingar. Við bjóðum einnig upp á fría ræstigreiningu þar sem við metum ræstiþörf viðkomandi rýmis og gerum skuldbindingalaust tilboð í kjölfarið. Markmið okkar er einföld og frábær þjónusta á góðu verði.

Hjá BG Ræsta stefnum við alltaf á að gera betur og sýna það í verki.  Allt starfsfólk okkar fær þjálfun í notkun ræstingatækja og passað er upp á að blöndum hreinsiefna sé rétt.  Einnig er lögð áhersla á góðan starfsanda sem skilar sér í betri þrifum hjá viðskiptavinum okkar. Virkt gæðaeftirlit er mikið og vel er tekið á móti öllum ábendingum.

Stjórnendur BG Ræsta hafa flestir hverjir áralanga reynslu af rekstri ræstingaþjónustu.

BG Ræsta er hluti af BG Þjónustunni ehf sem er eitt af öflugustu hreingerningarfyritækjum landsins og var stofnað árið 1995.

Hafðu samband og pantaðu ræstigreiningu hjá ráðgjöfum okkar. Við munum taka á móti þér með bros á vör.

Pantaðu ræstigreiningu

Ræstigreining er ferli þar sem við tökum út rými sem á að ræsta. Út frá hagkvæmni og gæðastjórnun metum við þörfina og getum boðið þér hagstætt tilboð þér að kostnaðarlausu og skuldbindingalaust.