Hreinsun á teppum og húsgögnum

BG Ræsta tekur að sér teppa og húsgagnahreinsun í fyrirtækjum og stofnunum.  Í hreinsun teppa notumst við oftast við hefðbundna blauthreinsun með öflugum djúphreinsunarvélum.  Algengast er að blauthreinsun sé notuð við teppahreinsu í sameignum svo dæmi sé tekið.  Einnig er í boði þurrteppahreinsun sem er önnur teppahreinsunaraðferð og oft notuð á teppi, mottur og teppaflísar í fyrirtækjum og á hótelum.

BG Ræsta tekur einnig að sér að hreinsa húsgögn í fyrirtækjum, stofnunum, hótelum og veitingastöðum.

Vönduð og góð djúphreinsunarþjónusta fagmanna er mikilvægt til að viðhalda líftíma teppa.