BG Ræsta sér einnig um sótthreinsun húsnæðis og innanstokksmuna. Þjónustan miðast við að hjálpa fyrirtækjum og stofnunum að takast á við þær áskoranir sem fylgja því að halda úti starfsemi á tímum heimsfaraldurs. Algengast er að bætt sé inn í núverandi ræstingaplan að þrífa alla snertifleti og álagssvæði með sótthreinsandi efni oftar en gert er í venjulegu árferði. Staðan er svo metin reglulega með tilliti til þess hvort það þurfi að auka þrif eða draga úr þrifum. BG Ræsta sér einnig um aðrar sótthreinsanir eftir þörfum og fá viðskiptavinir aðgang að sérstakri neyðarþjónustu gerist þess þörf.
Sótthreinsun
- Sótthreinsandi ræsting á snertiflötum og álagssvæðum.
- Sótthreinsun samvæmt alþjóðlegum sótthreinsunarstöðlum.
- Regluleg sótthreinsun fyrirtækja og stofnana.
- Dauðhreinsun svæða t.d. eftir fundi eða ráðstefnur.
- Umhverfisvæn sótthreinsun.
- Sótthreinsun eftir smit t.d. Covid 19.
- Sótthreinsandi hreingerningar þar sem húsnæðið er dauðhreinsað á eftir.
Pantaðu greiningu á þínum sóttvarnarmálum hjá BG Ræsta. Það mun margborga sig.